Í listinn harmar starfslok bæjarstjórans

Í yfirlýsingu frá Í listanum segir að bæjarfulltrúar Í-listans harmi skyndlieg starfslok bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar Guðmundar Gunnarsson..

Eins og fram kemur í yfirlýsingu um starfslokin er ákvörðunin samkomulag meirihluta Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokksins og Guðmundar Gunnarssonar. Í-listinn átti enga aðkomu að þeim málalokum.

Guðmundi Gunnarssyni viljum við þakka fyrir samstarfið og hans framlag til sveitarfélagsins og íbúa þess, auk þess að óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni.

Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu starfsmannamála hjá bæjarfélaginu, þar sem margir starfsmenn í stjórnsýslunni hafa nýverið horfið til annarra starfa. Mikilvægt er að skapa festu og skilvirka stjórnsýslu til að þjónusta bæjarbúa sem best. Með samvinnu og samtali náum við árangri.

Vísar samstarfsörðugleikum á bug

Arna Lára Jónsdóttir var spurð að því í framhaldi af þeim svörum hennar að  samstarfsörðugleikar hafi verið ástæða þess að bæjarstjórinn hætti, hvort samstarfsörðugleikar hafi verið milli bæjarstjórans og hennar eða minnihlutans.

Varðandi spurningar þínar þá vísa ég því alfarið á bug að samstarfsörðugleikar hafi verið á milli okkar og bæjarstjóra, og hvað þá að þeir hafi leitt til þess að bæjarstóri lét af störfum.  Við höfum að sjálfsögðu skiptst á skoðunum og rætt mál, bent á hluti sem betur mættu fara, eins og heilbrigt er og í samræmi við okkar hlutverk sem minnihluti. Slík gagnrýni og hefur beinst jafnt að bæjarstjóra og bæjarfulltrúum meirihlutans eftir atvikum.“

 

Engar viðræður um nýja meirihluta

Þá var Arna Lára innt eftir því hvort Guðmundur yrði áfram bæjarstjóri ef nýr meirihluti yrði myndaður í bæjarstjórninni með Í listanum.

„Það er ekki tímabært að ræða hver yrði bæjarstjóri ef nýr meirihluti yrði myndaður, en engar viðræður eru í gangi um myndun nýs meirihluta.“