Hlaupahópurinn Riddarar Rósu hlaupa af stað á nýju ári

Í byrjun árs huga margir að hreyfingunni.
Nú er gott tækifæri fyrir Ísfirðinga og nágranna að fara vel af stað á nýju ári því að fjórða vetrarhlaup Riddara Rósu verður haldið fimmtudaginn 9. janúar klukkan 18.00 og hefst það við Torfnes, Ísafirði.

Hægt er að velja um tvær vegalengdir, 3 og 5 km og hefjast og enda hlaupin á sama stað, við íþróttahúsið Torfnesi

Ekkert þátttökugjald, bara mæta….léttar veitingar í boði eftir hlaup en í lok vetrar verða veitt verðlaun fyrir stigahæstu keppendur