HHF sótti 10 verðlaun á ÍR mótinu í frjálsum

Héraðssambandið Hrafna Flóki í Vestur- Barðastrandarsýslu sendi öflugt lið á stórmót ÍR í frjálsum íþróttum sem fram fór um síðustu helgi í Reykjavík.

Alls sendi HHF 11 keppendur á mótið, þar af  3 í þrautabraut og 8 í greinum.

 10 verðlaun

Sex keppendanna að vestan fengu samtals 10 verðlaun, tvö gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og sex brons verðlaun. Það er mjög góður árangur hjá Vestfirðingunum.

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson keppti í flokki 13 ára pilta og vann fern verðlaun. Hann fékk gull í 60 metra grindarhlaupi og hljóp á 10,61 sek. Tryggvi vann þrenn brons verðlaun, í hástökki þar sem hann fór yfir 1,44 m, í 600 metra hlaupi á 1:48:90 mín og í 200 m hlaupi á 30,64 sek.

Elísa Margrét Marteinsdóttir  vann brons í 800 metra hlaupi í flokki stúlkna 16-17 ára á tímanum 3:07,11 mín.

Margrét María Leiknisdóttir varð þriðja og fékk brons í kúluvarpi í flokki stúlkna 14 ára með kast upp á 8,83 metra.

Fjölnir Úlfur Ágústsson fékk gullverðlaun fyrir árangur sinn í kúluvarpi pilta 13 ára, en hann kastaði 8,91 metra.

Halldór Jökull Ólafsson vann silfurverðlaun fyrir kúluvarp með kast upp á 11,36 metra. Hann keppti í flokki pilta 18-19 ára.

Sölvi Bjarnason vann silfur í 600 metra hlaupi 11 ára pilta á tímanum 2:03,14 mín  og brons í kúluvarpi 11 ára pilta með kast upp á 6,91 metra.

Sölvi Bjarnason.

Keppendur voru

Vilborg Líf Eyjólfsdóttir

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson

Halldór Jökull Ólafsson

Margrét María Leiknisdóttir

Elísa Margrét Marteinsdóttir

Óliver Logi Stepehnsen Bjartsson

Sölvi Bjarnason

Fjölnir Úlfur Ágústsson

Þrautabraut:

Ólafur Ingi Bredesen Davíðsson

Frosti Þór Ásgeirsson

Alexander Nói Ásgeirsson.

DEILA