Halldór Smárason gefur út hljómplötu

Ísfirðingurinn Halldór Smárason hefur nú hafið söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund í tilefni af útgáfu hans fyrstu hljómplötu, STARA, sem út kemur næsta sumar. Til að fagna útgáfunni verður blásið til útgáfutónleika í Hömrum á Ísafirði, þar sem Halldór hlaut tónlistarlegt uppeldi, en platan var einmitt tekin upp þar.

 

Útgefandi plötunnar er Sono Luminus og hljóðfæraleik annast Strokkvartettinn Siggi ásamt fleirum af færustu tónlistarmönnum þjóðarinnar. Verkefnið er stórt í sniðum og leitast Halldór eftir aðstoð við að ljúka við gerð hennar og greiða listamönnum fyrir vinnu sína.

 

Fjármögnun er á lokastigi, þótt enn vanti örlítið uppá. Á Karolina Fund má leggja verkefninu lið með margvíslegum hætti. Auk þess að kaupa hljómplötuna sjálfa má tryggja sér miða á útgáfutónleika á Ísafirði eða í Reykjavík, kaupa myndlist eftir Bert Yarborough gerða í samstarfi við Halldór, kaupa miða á stofutónleika á heimili Halldórs í Hveragerði auk tónlistaratriðis í veislu.

Hér er vefslóð á verkefnið: https://www.karolinafund.com/project/view/2764

DEILA