Halldór Hermannsson látinn

Halldór Hermannsson fyrr­ver­andi skip­stjóri og út­gerðarmaður á Ísaf­irði, lést á dval­ar­heim­il­inu Hlíf í gær, 22. janú­ar. Hall­dór var fædd­ur á Sval­b­arði í Ögur­vík í Ísa­fjarðar­djúpi 2. janú­ar 1934. Hall­dór flutt­ist með for­eldr­um sín­um ell­efu ára gam­all til Ísa­fjarðar og bjó þar  síðan.

Snemma fór Hall­dór til sjós með föður sín­um og var síðar stýri­maður og skip­stjóri á ýms­um bát­um og skip­um frá Ísaf­irði. Hann átti og gerði út báta ásamt Óskari Jóhannssyni frá Dynjanda frá Ísafirði um árabil og starfræktu þeir einnig rækjuverksmiðju um tíma.

Halldór var hafn­ar­vörður og lóðs við Ísa­fjarðar­höfn. Hall­dór var formaður skip­stjóra­fé­lags­ins Bylgj­unn­ar um ára­bil og síðar var hann formaður Fé­lags eldri borg­ara á Ísaf­irði.

Halldór Hermannsson tók virkan þátt í stjórnmálum og stóð að stofnun Frjálslynda flokksins með bróður sínum Sverri og  var fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar 1999 í efsta sæti á fram­boðslista flokks­ins í Norður­lands­kjör­dæmi eystra. Halldór var mjög gagnrýninn á kvótakerfið við fiskveiðistjórnun.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Halll­dórs er Katrín Gísla­dótt­ir, hús­freyja og fyrr­ver­andi skrif­stofumaður á Ísaf­irði. Börn þeirra eru Berg­ljót, Gunn­ar, Ragn­heiður, Rann­veig, Gísli Hall­dór, Her­mann Jón og Guðmund­ur Birg­ir. Barna­börn­in eru 19 og barna­barna­börn­in 12.

 

DEILA