Guðmundur: rangt að hann hafi sagt upp

Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi bæjarstjóri segir rangt að hann hafi sagt upp störfum sem bæjarstjóri. Þá segir hann tölvupóst þess efnis vera uppspuna frá rótum.

Aðspurður um innhald tölvupóstsins ,sem hann sendi nokkrum bæjarfulltrúum, og hvort þar komi fram að hann hafni samstarfi við oddvita Sjálfstæðisflokksins Daníel Jakobsson, segist Guðmundur  ekki tjá sig um efni tölvupósta sem séu trúnaðargögn.

Guðmundur staðfesti að meirihlutinn og hann hafi sest yfir málið og freistað þess að halda áfram samstarfinu  en segir að það hafi borið of mikið í milli til þess að hægt væri að halda áfram. Þess vegna hafi niðurstaðan orðið að gert yrði samkomulag.

 

DEILA