Fyrirspurn um blóðmerahald

Mynd úr safni og tengist efni fréttarinnar óbeint

Þingmaðurinn Ágúst Ólafur Ágústsson hefur lagt fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kristján Þór Júlíusson fyrirspurn í sjö liðum um blóðmerahald.

Þingmaðurinn óskar eftir skriflegu svari við sjö spurningum sem er:

1. Hvað er blóðmerahald og hver er tilgangur þess?
2. Hve margir einstaklingar og fyrirtæki stunda blóðmerahald á Íslandi?
3. Hver er veltan af slíkri starfsemi?
4. Hve margar blóðmerar hafa verið notaðar í þessum tilgangi af meraeigendum og líftæknifyrirtækjum undanfarin 10 ár, skipt niður á einstök ár?
5. Hvað er gert við folöld blóðmera?
6. Hvernig uppfyllir blóðmerahald lagaákvæði um dýravernd og við hvaða réttarheimild er stuðst?
7. Í hvaða Evrópuríkjum hefur blóðmerahald verið aflagt?

DEILA