Strandabyggð: Aukafundur í sveitarstjórn í morgun

Í morgun kl 8 var haldinn aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar. Eitt mál var á dagskrá og er ekki gefið upp hvert efni þess er heldur segir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri að það sé trúnaðarmál.

Fundargerð hefur ekki verið birt.

Á síðasta fundi þann 17. janúar tók Pétur Mathhíasson aftur sæti í sveitarstjórn eftir veikindaleyfi. Tók hann sæti sem formaður í atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!