Flughált á Vestfjörðum en heiðar að opnast

Um hádegisbilið biðu flutningabílar enn í Súðavík eftir því að komast til Ísafjarðar. Mynd: Ásgeir Hólm.

Verið er að moka Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda  og munu heiðarnar opnast í dag. Búið er að opna frá Bíldudal til Patreskfjarðar og þaðan áfram yfir Kleifaheiði og suður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.  Hins vegar er flughált víða þar sem hitastig um frostmark og hvasst.

Nýlega er búið að opna Súðavíkurhlíðina, en enn er verið að moka Gemlufallsheiðina.

Í Ísafjarðardjúpi er flughált frá Skötufirði og inn að Lágadal. Þá er einnig flughálf frá Brjánslæk og að Kletthálsi. Þæfingur er yfir hálsinn.  Á Ströndum  er mikið hálka frá þjóðveginum í Arnkötludal inn ströndina og yfir í Bitrufjörðinn að Stikuhálsi.

Hrafnsheyrarheiði og Dynjandisheiði eru lokaðar.

DEILA