Flateyri: Byggðastofnun neitar að afhenda rökstuðning

Byggðastofnun hefur synjað erindi Bæjarins besta um mat Byggðastofnunar á einstökum umsóknum um sérstakan byggðakvóta á Flateyri og samanburði á þeim.

Ennfremur var synjað ósk um afrit af tillögunni sem lögð var fyrir stjórn Byggðastofnunar ásamt rökstuðningi og fylgiskjölum.

Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar segir í svari Byggðastofnunar að skjölin teljist  til vinnugagna sem eru undanþegin upplýsingarétti skv. 5. tl. 6. gr., sbr. 8. gr. laga nr. 140/2012 og því sé beiðni um afhendingu þessara gagna  synjað.

DEILA