Flateyri: beðið um rökstuðning vegna byggðakvóta

Tveir umsækjendur um sérstakan byggðakvóta á Flateyri hafa óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun stjórnar Byggðastofnunar, sem var að gera samstarfssamning við Vestfisk ehf og samstarfsaðila, Íslandssögu ehf, Klofning ehf og  Aurora Seafood ehf.

Gísli Jón Kristjánsson staðfesti við Bæjarins besta að ÍS47 og samstarfsaðilar hefðu óskað eftir rökstuðningi og Gunnar Torfason sagði í samtali við Bæjarins besta að þegar hefði verið óskað eftir því við Byggðastofnun af hálfu umsækjenda Walvis ehf og samstarfsaðila að veita rökstuðning fyrir ákvörðuninni.

 

Hjalti Árnason, forstöðumaður lögfræðisviðs Byggðastofnunar segir að  erindunum verði svarað og rökstuðningurinn verði aðgengilegur almenningi þegar umsækjendur hafi kynnt sér hann.

DEILA