Erfiðleikar í vöruflutningum

Litrík smoothie skál með þykkri ab mjólk
Litrík smoothie skál með þykkri ab mjólk

Á vefsíðu Mjólkurvinnslunnar Örnu í Bolungarvík segir að veðrið sé farið að valda lítils háttar erfiðleikum:

Síðustu daga höfum við fundið hressilega fyrir veðri og vindum og það hefur snjóað mikið, svo mikið að einstaka vörusendingar héðan að vestan hafa fallið niður vegna ófærðar. Spáin fyrir næstu daga er mjög slæm og sjáum við ekki fram á að geta sent vörur héðan að vestan fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudaginn, ef að veðrið hefur gengið niður þá.

Lagerinn okkar á höfuðborgarsvæðinu stendur ágætlega í sýrðum vörum en einhver vöruvöntun gæti þó skapast í einstaka vöruflokkum og þá sérstaklega mjólk og rjóma.

Við biðjumst velvirðingar á þessu og vonumst til þess að það fari að sjá fyrir endann á þessum óveðurslægðum.

Á vefsíðu Örnu er hins vegar úrval af uppskriftum sem upplagt er að nota í þessari leiðinda tíð.

DEILA