Ekkert ferðaveður á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum vill hvetja vegfarendur til að fylgjast vel með aðstæðum á vegum, á vef Vegagerðarinnar eða í upplýsingasíma stofnunarinnar, 1777.
Eins að fylgjast með veðurspá á vef Veðurstofu Íslands.

Nú er slæmt skyggni á flestum vegum á Vestfjörðum og því ekkert ferðaveður.

Búast má við því að veður skáni lítið eitt í kvöld og fram á morgundaginn. En þegar líða tekur á daginn versnar veðrið aftur og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir seinni partinn á morgun.