Breiðafjarðarferjan Baldur: ferðinni á morgun flýtt

DCIM100MEDIADJI_0030.JPG

Á morgun er spáð Vestanátt en hún er sú versta á Breiðafirðinum , segir í tilkynningu frá Sæferðum , svo ferðinni á morgun verður flýtt og það verður síðan tekin ákvörðun á morgun líklega með ferðina á fimmtudag.

Á morgun verður áætlunin þannig:

Stykkishólmur kl. 13.00

Brjánslækur kl. 16.00

Einnig er áframhaldandi slæm veðurspá á fimmtudag 23/01 og eru vegfarendur beðnir um  að fylgjast með á heimasíðu Sæferða  ef það hyggur á að ferðast með Baldri

Mikilvægt er að bóka sig í allar ferðir hjá Baldri.

DEILA