Björgunaraðgerðir hafnar á Flateyri

Samið hefur verið við Sjótækni ehf á Tálknafirði um björgunaraðgerðir vegna sokkinna báta á Flateyri og eru starfsmenn Sjótækni að taka saman búnað og tæki til að fara með á Flateyri. Undirbúningur að verkinu er í fullum gangi og starfsmenn og búnaður fóru til Flateyrar í gær. Kjartan J. Hauksson framkvæmdastjóri Sjótækni stýrir verkefninu.

Kjartan sagði í samtali við Bæjarins besta að þeir væri komnir til Flateyrar og hefðu notað gærdaginn til að skoða aðstæður. Alls eru 6 manns komnir á vegum Sjótækni, þar af 4 kafarar og eru þeir með ýmsan búnað, þar með talinn sérútbúinn vinnubát.  Verkefnið verður að ná bátunum sex úr höfninni upp á land.

Kjartan bjóst við því að það myndi taka nokkra daga. Þrjú vátryggingarfélög standa að björguninni.

DEILA