Bambahús

Nú í svartasta skammdeginu er gott að leiða hugann að sólu. Mannkynið hefur árþúsundum saman fagnað því að dag takið að lengja og að nærandi geislar sólar leiki lengur og lengur um menn, jörð og grös jarðarinnar.

Þessi jól fæddist Bambahús í Bolungarvík.
Gróðurhús úr einnota umbúðum sem ella myndu urðast sem rusl.
Þó eru bambahús betri en flest önnur gróðurhús.

Bambahús hafa ákveðið að gefa bænum og Bolvíkingum öllum fyrsta bambahúsið og stendur það nú við stærstu gatnamót bæjarins með von um að bæjarbúar sameinist um að rækta þar mat handa sér og sínum.
Með húsinu mun fylgja íslensk mold ásamt moltu. Eina sem þarf er að finna því fallegan stað og byrja að planta.

Gleðilega hátíð
Bambahús Samfélags-gróðurhús

DEILA