Ársrits Sögufélags Ísfirðinga er komið út

Út er kominn 54. árgangur af Ársriti Sögufélags Ísfirðinga. Eins og venjan er birtir ritið margar áhugaverðar greinar um menn og málefni sem tengjast Vestfjörðum.

Í tilkynningu frá Sögufélaginu segir:
Við óskum greinarhöfundum til hamingju með sitt framlag og þökkum fráfarandi ritstjórum, Jóni Þ. Þór og Veturliða Óskarssyni, fyrir sitt góða og óeigingjarna starf í gegnum árin.
—————-
Við bjóðum nýja félaga velkomna í Sögufélag Ísfirðinga en með skráningu í félagið fylgir hið glænýja Ársrit ásamt þremur eldri árgöngum. Endilega hafið samband á Facebook síðu félagsins ef þið hafið áhuga á að notfæra ykkur þetta góða tilboð.