Arna Lára: samskiptaörðugleikar ástæðan

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Í lista í Ísafjarðarbæ segir það vera augljóst fyrir sér að það voru samskiptaörðugleikar sem leiddu til þess að bæjarstjórinn hætti.

„Ég held að framsóknarmenn hljóti að vera hugsi yfir stöðu sinni í meirihlutanum. Það var að þeirra undirlagi og kosningaloforð að það var auglýst eftir bæjarstjóra og ég hef litið svo á Guðmundur hafi verið þeirra maður, ef hægt er að segja svo. Það er ekkert launungamál að Sjálfstæðisflokkurinn tefldi Daníel Jakobssyni fram sem bæjarstjóra en féllust svo á að auglýsa. Guðmundur hefur verið vel liðinn og margir bæjarbúar mjög ósáttir við þessi málalok. Ég held að þetta hljóti að hreyfa við mörgum framsóknarmönnum að horfa til annars valmöguleika í meirihlutasamstarfi í ljósi stöðunnar“

segir Arna Lára aðspurð um það hvort hún telji meirihlutann vera í hættu.