Aflahæstu bátar að 13 BT árið 2019

Aflahæst báturinn í þessum flokki var Addi afi GK með 340 tonn en þá eru talin með um 90 tonn af makríl sem sá bátur veidd.

Þegar einvörðungu er tekið tillit til botnfisks er Addi afi í þriðja sæti með 251 tonn,
Signý HU 13 er næst aflahæst með 272 tonn en aflahæsti báturinn er Blossi ÍS 225 með 305 tonn.

Sá bátur sem fór í flestar veiðiferðir var Siggi Bjartar ÍS 50 sem fór í 131 veiðiferð og var sá eini í þessum flokki sem fór í meira en 100 veiðiferðir.

DEILA