Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Á vefnum litlihjalli.is fæst gott yfirlit yfir veðrið í Árneshreppi í síðasta mánuði, sem tekið er saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Norðaustan var fyrstu tvo daga mánaðarins, síðan suðlæg vindátt næstu tvo daga, síðan var norðaustlæg vindátt með kalda 5 og 6. Aðeins úrkoma var þann 1 en síðan var úrkomulaust fram til 7. Frá 7 og fram til 15 voru auslægar eða suðaustlægar vindáttir, mest hægviðri og úrkomulítið veður. Síðan var suðvestlæg vindátt með kalda um tíma og úrkomulausu veðri. Og frá 18 til 22 voru suðaustlægar eða austlægar vindáttir og hægviðri, með litilsáttar rigningu þann 21. Þann 23 snérist til Norðaustlægar vindáttar með rigningu þann dag, annars úrkomulaust, sem var til 26 . Síðan voru hægar suðlægar vindáttir út mánuðinn og úrkomulausu veðri. Mánuðurinn verður að teljast mjög góður, hægviðrasamur og úrkomulítill. Nokkuð var um hálku og oft var mikið um hélu.

Mæligögn:

Úrkoman mældist 24,3 mm. (í nóvember 2018: 95,5 mm.)

Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 1 dag.

Þurrir dagar voru 23.

Mestur hiti mældist Þann 22: +7,9 stig.

Minnstur hiti mældist þann 7: -3,9 stig.

Meðalhiti mánaðarins var ? (í nóvember 2018: +2,9 stig.)

Meðalhiti við jörð var -1,28 stig. (í nóvember 2018: +0,55 stig.)

Alhvít jörð var í 1 dag.

Flekkótt jörð var í 2 daga.

Auð jörð var því í 27 daga.

Mesta snjódýpt mældist. þann 15.: 3 cm.

Sjóveður. Sæmilegt eða gott allan mánuðinn, það var, gráð sjólítið eða dálítill sjór.

Yfirlit dagar eða vikur:

1-2: Norðaustan eða N stinningsgola, gola, kul, rigning, skúrir þ. 1. Enn þurrt þann 2. Hiti -1 til +4 stig.

3-4: Suðaustan kul, úrkomulaust, hiti +3 til -1 stig.

5-6: Norðaustan eða ANA stinningskaldi, kaldi, stinningsgola, gola, kul, úrkomulaust, hiti -2 til +3 stig.

7-15: Suðaustan eða austlægar vindáttir, kul, gola, stinningsgola, kaldi,snjókoma, rigning, snjóél, en úrkomulaust dagana 8, 9, 10, 12 og 13. Hiti -4 til +8 stig.

16-17: Suðvestan eða Sunnan, gola, stinningsgola, kaldi, úrkomulaust, hiti +3 niður í -3 stig.

18-22: Suðaustan eða auslægar vindáttir, andvari, kul eða gola, þurrt í veðri 18, 19, 20, og 22. ,en lítilsáttar rigning þann 21. Hiti frá -3 til +8 stig.

23-26: Norðaustan stinningsgola, gola, kul, rigning þ.23. annars þurrt, hiti +6 til +2 stig.

27-30: Suðaustan síðan SV, kul, gola, stinningsgola, úrkomulaust, hiti +5 og niður í -3 stig.

DEILA