Vill efla miðbæinn á Ísafirði

Hafdís Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi vill að farið verði í vinnu til að efla miðbæinn á ísafirði. Í tillögu sem hún hefur lagt fram segir að  nú standi  mörg verslunarhúsnæði auð sem setur ekki góðan svip á miðbæinn.

„Á sumrin fáum við þúsundir gesta í bæinn sem vilja upplifa miðbæjarstemningu og versla í búðum á svæðinu, svo hér eru vissulega tækifæri fyrir ýmiskonar starfsemi. Væri þetta kjörið verkefni fyrir atvinnu- og menningarmálanefnd og hefur Vestfjarðastofa lýst yfir áhuga á að taka þátt í því með Ísafjarðarbæ.
Verkefnið myndi þá að mestu leyti felast í að efla verslun, þjónustu og menningu í miðbænum og kanna hvort hægt sé að koma starfsemi í tóm verslunarhúsnæði þar, allavega yfir sumartímann.“

Hafdís sagðist í samtali við Bæjarins besta einkum vera með í huga að fá ýmsa starfsemi sem færi fram í heimahúsum eða utan miðbæjarins til þess að færa sig í miðbæinn a.m.k. yfir mesta ferðamannatímann.

Bæjarráðið hefur tekið tillöguna til athugunar og vísaði henni til vinnslu í atvinnu- og menningarmálanefnd.

DEILA