„Við höfum aldrei ætlað okkur að búa í landi sem væri einhvers konar borgríki“

Úr dagbók Matthíasar:

Þann 6. desember 1998 skrifar Matthías Johannessen í dagbók sína:

Í síðustu viku kvað hæstiréttur upp dóm um kvóta- og veiðiheimildir. Núverandi úthlutunarkerfi er dautt og ómerkt. Alþingi hefur verið staðið að því að brjóta stjórnarskrá lýðveldisins með 5. gr. laga frá 1990, mismunun þegnanna er óheimil, jöfnuður skal ríkja þegar auðlindin er annars vegar. Það er skammarlegt fyrir Alþingi að hafa lögfest brot á stjórnarskránni og afleiðingarnar ófyrirséðar. Það var eins og blaðamenn á Morgunblaðinu töluðu um þetta sín á milli, en þeir sögðu að Morgunblaðið hefði kveðið upp þennan sama dóm, eða svipaðan, fyrir hálfum öðrum áratug. Forystumenn hefðu átt að vera búnir að átta sig á þessu fyrir löngu og nú sitja þeir eftir eins og hlass á eigin rassi. Enginn veit afleiðingarnar.“

Og 29. júní 1999 skrifar Matthías:

Við höfum aldrei ætlað okkur að búa í landi sem væri einhvers konar borgríki, heldur hefur það ævinlega verið markmið fólksins í landinu að hér sé byggð sem víðast og að minnsta kosti alls staðar þar sem fólk getur verið vel bjargálna vegna þeirra auðæfa sem hafið býður upp á.“

Í hnotskurn: Vondu kallarnir komu og gleyptu allan fiskinn með peningum úr bönkunum sem fólkið átti. Settu óveiddan fisk í sjónum sem fólkið átti að veði. Frumbyggjarnir urðu að lúffa eins og alltaf. Smáskammtalækningar með smjörklípuaðferðum komu í staðinn. Þær aðgerðir standa enn yfir. Svo einfalt er það!

Auðunn vestfirski

 

DEILA