Vesturbyggð: framkvæmdum frestað

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt umfangsmiklar lækkun á útgjöldum ársins, einkum  með því að fresta framkvæmdum til næsta árs.

Fjárfesting við Bíldudalshöfn að fjárhæð 58 milljónir króna færist yfir á næsta ár  þar af er hlutur Vesturbyggðar 14 milljónir.

Fjárfesting í eignarsjóði um 15,5 milljónir er lækkuð vegna framkvæmda við götur, gangstéttar, kantsteina bæði á Patreksfirði og á Bíldudal, framkvæmda við Vatneyrarbúð, brunavarnarkerfi við Patreksskóla og Bíldudalsskóla sem ekki næst að fullu að setja upp, efniskaup vegna uppsetningu Varmadælu við Patreksskóla er lækkuð ásamt því að verkefnin við lagningu ljósleiðara í Arnarfirði að fjárhæð 11,6 milljónir sem samþykkt var í viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019 frestast.

Framkvæmdir við Vatnsveitu eru lækkaðar um 7,0 milljónir þar sem ekki næst að klára að setja upp lokuhús á Bíldudal líkt og áætlað var.

Á móti er frammúrkeyrslu við framkvæmdir við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal að fjárhæð 6,4 milljónir króna.

Samkvæmt bókun bæjarráðs er niðurstöðutalan 40,55 milljónir króna sem sjóðsstaða bæjarsjóðs batnar.

 

DEILA