Vestfirska forlagið: Vestfirðingar til sjós og lands

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu þriðja bókin í ritröðinni Vestfirðingar til sjós og lands. Ritröðin sú arna hefur að geyma ýmsar frásagnir af Vestfirðingum, lífs og liðnum. Bæði í gamni og alvöru.

Tilgangurinn: Að vekja athygli og áhuga á Vestfjörðum og innbyggjurum þeirra fyrr og síðar. Og varðveita ýmsar sögur og sagnir sem að öðrum kosti hefðu farið í glatkistuna. Ef einhver ber af í þjóðfélagi okkar, eða er öðruvísi en aðrir, er hann oftar en ekki Vestfirðingur eða af vestfirskum ættum. Svo segja sumir. Og bæta jafnvel við: Manngildi meta Vestfirðingar í dugnaði og slíkum eiginleikum, en síður í peningum. Gamansemi er þeirra lífselexír. Vestfjarðabækurnar fást í bókaverslunum um land allt og í ýmsum stórmörkuðum.

DEILA