Verstöðvar og sjávarþorp – um þéttbýlismyndun

Margir áhugaverðir fyrirlestrar voru á Vestfirska fornminjadeginum í sumar. Einn þeirra sem hélt þar erindi var Sigurður Pétursson sagnfræðingur frá Ísafirði. Fyrirlesturinn var tekinn upp og hann er hér. Í viðtalinu segir hann frá því hvers vegna Íslendingar stunduðu fiskveiðar á litlum árabátum og bara í nokkrar vikur á ári á meðan fjölmargar þjóðir voru á skútum að veiða verðmætan fiskinn. Einnig hvaða ástæður lágu að baki því að þéttbýli myndaðist ekki fyrr en á 19. öld sem er mjög seint. Áhugaverð átakasaga hagsmunabaráttu sem á fullt erindi í dag.

Myndataka: Eyþór Eðvaldsson.

https://vimeo.com/381331820

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!