Vegir að mestu ófærir

Nú um hádegið eru flestir vegir á Vestfjörðum ófærir samkvæmt ferðaupplýsingum Vegagerðarinnar. Gemlufallsheiðin er opin og hægt að fara frá Ísafirði til Dýrafjarðar. Þá er fært frá Bíldudal til Brjánslæjar yfir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Opið er milli Ísafjarðar og Bolungavíkur.

Að öðru leyti eru vegir lokaðir, að minnska kosti enn sem komið er.  Veðurhæð er enn mikil og vindur frá 11 – 21 metrar á sek. nema á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem farið er að hægja.

Á Steingrímsfjarðarheiði eru 18 m/sek og 22 m/sek í hviðum og á Þröskuldum eru 20 m/sek og fer upp í 25 m/sek í hviðum. Á Hjallahálsi eru 17 m/sek.

 

DEILA