Veður og færð

Búast má við miklum truflunum á samgöngum vegna veðurs.
Ekkert flug er til Vestfjarða í dag og báðar ferðir Baldurs yfir Breiðafjörð falla niður.

Á vef Vegagerðar segir að Bröttubrekku hafi verið loka um kl. 10 og að nánast allir vegir séu ófærir eða þeim verði lokað nú seinni partinn í dag.

Veðurstofan segir í spá kl. 12:37 að búast megi við norðan 23-28 m/s með snjókomu og hita um frostmark á Vestfjörðum og norðaustan 28-33 m/s síðdegis á Ströndum. Talsverð eða mikil snjókoma og hiti um frostmark.

Dregur úr vindi og úrkomu á morgun, norðan 15-20 annað kvöld. Kólnar.

DEILA