Útvarp: Lífæðin snýr aftur

Haukur Vagnsson hefur í minningu bróður síns, Þórðar Vagnssonar ákveðið að rifja upp skemmtilegar útsendingar útvarpsstöðvarinnar Lífæðarinnar FM í desember. Útsendingar Lífæðarinnar voru metnaðarfullar og náðu orðið um bróðurpart Vestfjarða, en var hægt að ná út um allan heim í gegnum netið og stóðu yfir allan sólarhringinn allan desember mánuð um árabil. Haukur segir í kynningu á framtakinu að „Þetta var ótrúlegt þrekvirki og gríðarlega mikil vinna fyrir hann og einstaklega góða vini hans sem hjálpuðu mikið til.“

 Útsendingar verða tvisvar í viku í desember, fimmtudaga og laugardaga frá kl 15-21 alla dagana. Útsendingar fara einnig fram á netinu þannig að allir geta hlustað hvar sem þeir eru í heiminum. Vonuast er til að sem flestir komi að útsendingu og dagskrá verði fjölbreitt.

Að þessu sinni fara útsendingar fram frá Bókarkaffihúsinu í Bolungarvík þar sem er hlýleg stemning, hægt að versla sér veitingar og gjafavöru. Vænta má einhverra tilboða og uppákoma, eru allar tillögur vel þegnar. Ætlunin er að virkja sem flesta og fá sem flesta í viðtöl eða stutt símaspjall auk þess sem við munum leggja áherslu á að spila Vestfirska tónlist og tónlist tengda Vestfirðingum eða Vestfjörðum.

Þeir sem áhuga hafa á því að leggja þessu lið með þáttargerð, hugmyndavinnu eða einhverju öðru, geta haft samband við Hauk Vagnsson s. 862-2221, með skilaboðum á Messenger eða með tölvupósti á haukur@vaxon.is

Útsendingar hefjast fimmtudaginn 5.12.2019 kl 15:00. Öllum er velkomið að kíkja við, það verður heitt á könnunni og þar má versla ýmislegt góðgæti s.s. dýrindis vöfflur með sultu og rjóma.

Útsendingartími:
Fimmtudaga frá kl 15-21
Laugardaga frá kl 15-21

Útsendingartíðni er sem hér segir:
Bolungarvík FM 101,5
Ísafjörður FM 100,5

Live útsendingar verða á Internetinu, https://s2.radio.co/s781bafa6d/listen

Tengill verður á Fésbókarsíðu Lífæðarinnar og undir www.hornstrandaferdir.is/lifaedin