Tvær nýjar bækur frá Flóka forlagi

Nótabátur leggst í víking

Smásögur og frásagnir að vestan

Höfundur: Pétur Bjarnason

Hér segir frá hringnótabáti Tálknfirðings BA 325, sem breyttist í glæsilegt víkingaskip á Þjóðhátíð Vestfirðinga 1974, og sigldi þöndum seglum á slóðum Flóka Vilgerðarsonar í Vatnsfirði. Hann stóð síðan lengi við Hótel Flókalund og síðar á Minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti og var vinsælt myndefni fyrir ferðamenn.

Ennfremur eru smásögur og þættir, m.a. Mótun Vestfirðingsins, Ágrip af sögu harmonikunnar, Í grautarskóla hjá Þorbjörgu, Þættir af leikstarfi, sagt frá sr. Jóni Kr. Ísfeld, sem var sóknarprestur Bílddælinga um árabil og ýmislegt fleira.

Kápu hannaði Garðar Pétursson.

Bókin er 175 bls.í góðu bandi.

 

Handbók fyrir heldra fólk

Um ástin, lífið og ellina.

Speki og spaug

Pétur Bjarnason tók saman.

Þetta er handhæg og lipur bók um ástina, lífið og efri árin.

Þarna er gengið í smiðju fjölmargra hugsuða og fræðimanna, sem færa okkur speki og spaug, málshætti, spakmæli og skemmtilegar sögur.

Bókinni er fyrst og fremst ætlað að létta lesendum lífið og gera þeim glatt í geði.

Hún er heppileg til að stinga í jólapakkann sem ofurlitla aukagetu.

Kilja í vasabroti, 88 bls.

 

DEILA