Þorláksmessubarn á Ísafirði

Ekkert barn hefur fæðst á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði síðan jólin gengu í garð, en að sögn Erlu Rún Sigurjónsdóttur, ljósmóður fæddist stúlkubarn á Þorláksmessu. Hún segir ekki von á næsta barni fyrr en um miðjan janúar á næsta ári.

Á árinu  urðu 33 fæðingar á Ísafirði, sem er það sama og í fyrra og Erla Rún segir að kynjaskipting sé jöfn. Um þriðjungur verðandi mæðra fer suður til fæðinga þar sem hvorki er fæðingarlæknir né barnalæknir á Ísafirði. Erla Rún segir að á stofnuninni  starfi bæði ljósmóðir og skurðlæknir og geti því spítalinn sinn öllum venjulegum fæðingum. Hún vonast til þess að þegar Dýrafjarðargöng verða komin í gagnið muni konur á sunnanverðum Vestfjörðum nýta sér að koma til Ísafjarðar í einhverjum mæli, en í dag fara þær suður til Reykjavíkur.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!