Suðureyri: Útgáfutónleikar Between Mountains

Þann 1. nóvember s.l. kom út fyrsta breiðskífa Between Mountains og hefur hún hlotið góðar viðtökur.

Meðal annars hlaut platan nýverið Kraumsverðlaun en þau eru veitt framúrskarandi plötum á hverju ári þegar kemur að metnaði, gæðum og frumleika.

Þann 28. desember mun Between Mountains spila plötuna í heild sinni í heimahögum sínum í Félagsheimili Súgfirðinga.

Húsið opnar 20.30 og hefjast tónleikarnir á slaginu 21.00.
Platan verður auðvitað til sölu og áritunar.