Sjávarútvegur 2018: 25,2% framlegð – 55 milljarðar króna

Afkoman í sjávarútvegi batnaði á árinu 2018 frá árinu á undan. Hagnaður fyrir fjármagns og afskriftir varð 25,2% en hafði verið 21,2%. Heildartekjur greinarinnar urðu 220 milljarðar króna og framlegðin var 55 milljarðar króna. Framlegðin var 40 milljarðar króna árinu á undan.

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrlu Hagstofunnar um hag veiða og vinnslu 2018.

Verð sjávarafurða á erlendum mörkuðum í íslenskum krónum hækkaði um 7,2% frá
fyrra ári og verð á olíu hækkaði að meðaltali um rúm 30% á milli ára. Gengi USD
styrktist um 1,5% og gengi EUR um 6% á milli ára.

Fjöldi starfandi í aðalstarfi í sjávarútvegi árið 2018 er er 8.100 eða 4% af heildarfjölda starfandi. Veiðigjald útgerðarinnar hækkaði úr 4,6 milljörðum fiskveiðiárið 2016/2017 í 11,2 milljarða fiskveiðiárið 2017/2018. Í reikningum fyrirtækjanna er veiðigjaldið talið með öðrum rekstrarkostnaði.

Í Ríkisreikningi 2017 eru 6,2 milljarðar króna bókfærðar sem tekjur af veiðigjaldi og 11,4 milljarðar króna í Ríkisreikningi 2018.

Eigið fé hækkaði um 28 milljarða króna

Eigið fé sjávarútvegsins var 297 milljarðar króna í lok ársins 2018 og hafði hækkað um 28 milljarða króna frá fyrra ári. Bókfærðar eignir eru 709 milljarðar króna og skuldir voru 412 milljarðar króna. Eigið fé er 42% af eignum.

Vátryggingarverðmæti skipaflotans er 165 milljarðar króna sem er um 75% af árstekjum sjávarutvegsins. Til samanburðar þá eru varanlegir rekstrarfjármunir sjávarútvegsins, veiða og vinnslu, bókfærðir á 166 milljarða króna í lok árs 2018. Þetta þýðir að atvinnugreinin þarf að verja 9 mánuða tekjum eins árs  að greiða upp margra ára kostnað við fasteignir, tæki og búnað sem þarf til nýta auðlindina.

Þetta gefur vísbendingar um mikla getu greinarinnar til þess að greiða gjald fyrir nýtingarréttinn.

 

DEILA