Rannsóknaþing Vestfjarða á Hólmavík 5 og 6 desember

Dagana 5.-.6. desember fer fram Rannsóknaþing Vestfjarða á Hólmavík. Þingið er haldið á vegum Rannsóknarumhverfis Vestfjarða, samstarfsvettvangs vísinda- og fræðifólks á Vestfjörðu og er stutt af Sóknaráætlun Vestfjarða.

Markmið þingsins er að taka ákvarðanir um næstu skref í samstarfi rannsóknarfólks og rannsóknarstofnanna á svæðinu í kjölfar fundar sem fram fór í desember 2017. Í tilefni af þinginu verður einnig opnuð ljósmyndasýning í Kaupfélaginu með myndum frá fjölbreyttum rannsóknum sem stundaðar eru á svæðinu.

Til að skrá sig má hafa samband við Theresu Henke (theresa16@uw.is) en hún veitir einnig frekari upplýsingar um þingið.

Dagskrá:

Fimmtudagur, 05.12.2019, Café Riis

12:00-13:00 Café Riis. Hádegisverður.

13:00-15:00 Kynningar, stutt yfirlit yfir rannsóknarstofnanir og rannsóknarverkefni

15:00-15:30 Kaffihlé

15:30- 16:30 Saga samstarfsins. Fjallað um lykilspurningar og ákvarðanir sem liggja fyrir þinginu History of the collaboration. Answering the questions (more information in attachment)

17:00-18:00 Kaupfélag Steingrímsfjarðar. Opnun ljósmyndasýningar á rannsóknarmyndum frá 2018 Kaupfélagið Public exhibition of research pictures from 2018 exhibition.

18:30- 20:30 Kvöldverður og leiðsögn á Galdrasafninu Dinner at witchcraft museum + tour

Föstudagur, 06.12.2019, Sævangur

08:30-09:30 Morgunverður á Sævangi

9:30-12:00 Fjallað um spurningar sem liggja fyrir þinginu, hugarflæði og kosningar

12:00-12:30 Léttur hádegisverður á Sævangi

13:00-14:00 Heimsókn í Grunnskóla Hólmavíkur (valkvætt)

DEILA