Raggagarður í landanum í kvöld

Landinn kom í heimsókn í Raggagarð í júní í sumar á meðan það var unnið við garðinn.  Vilborg Arnarsdóttir segir að þátturinn verði sýndur í da sunnudaginn 15 desember.

Næsta sumar, þann 8. ágúst verður verður barna og fjölskylduhátið í Raggagarði.  Stefnt er á það að uppbyggingu garðsins verði lokið á þessum degi eftir 16 ára uppbyggingu.

Um 10.000 gestir komu í Raggagarð í sumar.

Garðurinn er opinn allt árið en með þjónustu yfir sumarmánuðina. Þá eru stólar, borð og bekkir úti ásamt grillum. Vatn er tekið af garðinum og snyrtingum á haustin.

Vilborg segir að fjölbreyttur hópur komi í garðinn, ekki bara fjölskyldufólk heldur einnig útlendingar og fólk er að skoða listaverkin sem eru á Boggutúni og hvalbeinsskýlið sem veitir upplýsingar um hvalveiðar Norðmanna og fyrtsu hvalveiðistöð þeirra, sem var á langeyri í Álftafirði.

Raggagarður er skemmtigarður fyrir alla fjölskylduna.  Í garðinum eru borð og bekkir  fyrir 88 manns í sæti auk þess sem þar eru þrjú  röragrill og eitt stórt veislugrill sem skipt er í 5 hólf.

Markmiðið með garðinum er að hlúa að fjölskyldum og efla útiveru og hreyfingu og um leið stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Að halda áfram uppbyggingu Súðavíkur sem ferðamannabæjar og efla afþreyingu fyrir ferðamenn á Vestfjörðum.

Í fyrra varð gerður rekaviðarskógur, en Raggagarður hafði fengið 11 staura og tvær rótarhniðjur frá Pétri bónda í Ófeigsfirði í Árneshreppi.
DEILA