Nýr göngustígur í Hnífsdal

Ísafjarðarbær hefur hafið gerð á nýjum göngustíg í Hnífsdal og verður hann fjármagnaður  með fé hverfisráðs.  Sótt var um heimild til þess að gera stíg frá enda Bakkavegar yfir Hnífsdalsá, yfir Skarmpart, (land í eigu Ísafjarðarbæjar), meðfram Ausu og enda við Árvelli.

Hverfisráð Hnífsdals lagði 4 miljónir í verkið, hafist var handa við verkið i október sl.,
Staðan á framkvæmdinni er sú að neðra burðarlag og frágangur er búinn á stíg sem liggur frá endanum á Bakkavegi að ánni og vantar fínefnin ofaná hann og slétta það.
Frá ánni og að Árvöllum er neðra burðarlag svona meira og minna komið og stígurinn að
mestu kominn en en vantar 100-150 rúmmetra af 0-100 efni, jafnframt svipað magn af 0-8 efni.

Kostnaður við að ljúka stígagerð er áætlaður 1.200.000 kr. þ.e. efni, vinna +vsk. Málið var tekið fyrir í bæjarráði og óskað er eftir heimild til þess að nýta 1.200.000 kr.  af áætluðu fé ófyrirséðra framkvæmda.

Í áætlun 2019 er gert ráð 45.490.000 kr. í ófyrirséðar framkvæmdir.  Sú upphæð myndi lækka niður í 44.290.000 kr. eftir að ráðstafað hefur verið 1.200.000 kr til göngustígsins. Framkvæmd vegna göngustígs hverfisráðs Hnífsdal  hækkar þannig úr 4.000.000 kr. í 5.200.000 kr.

DEILA