New York Times: fiskeldi mótvægi við áhrif hlýnunar sjávar

Löndun í Bolungavík. Mynd :New York Times.

Í bandaríska stórblaðinu New York Times var á föstudaginn umfjöllum um áhrif hlýnunar sjávar á fiskveiðar Íslendinga. Greinarhöfundur fór til Vestfjarða og ræddi þar við Pétur Birgisson, skipstjóra, Sæþór Atla Gíslason, sjómann  og Kára Jóhannsson fisksala , auk manna úr vísindasamfélaginu innanlands og erlendis.

Í mrginatriðum er dregið fram að hlýnun sjávar hafi áhrif á göngur fiska og eru  sérstaklega nefnd loðna og kolmunni sem hafi leitað frá landinu og þess vegna dregið úr veiðum. Á móti kemur að aðrar fisktegundir leiti meira til Íslands, svo sem skötuselur. Íslendingarnir benda á að efnahagur landsins byggðist á fiskveiðum og því geti tilfærsla fisktegunda haft alvarlegar  efnahagslegar afleiðingar.

Bent er á að Íslendingar og Bretar hafi háð nokkurs konar stríð nokkrum sinnum um yfirráð yfir fiskimiðunum og vísað er í rannsókn Söru Mitchel prófessors í stjórnmálafræði við háskólann í Iowa í Bandaríkjunum sem dragur fram að fjórðungur vopnaðra átaka milli lýðræðisþjóða heinsins frá lokum síðari heimsstyrjöld hafi verið vegna deilna um fiskveiðar.

Er með þessu verið að benda á að breytingar á göngum fiskitegunda gætu leitt til átaka milli þjóða sem annars hafa átt friðsamleg samskipti. Eru rakin deilumál milli Íslendinga og annarra þjóða vegna makrílsins auk deilna milli þjóða sunnar á henntinum af sömu ástæðum.

Fiskeldið verður sífellt áhugaverðara

Þá eru lokaorðin í umfjölluninni athygilsverð. Þar er sjónum beint að fiskeldinu og nefnt að það sé góð leið til þess að framleiða mat fyrir vaxandi fólksfjölda heimsins. Sagt er frá því að fiskeldið sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi og sjómennirnir benda á það fiskeldið sé ekki hættulegt eins og sjósóknin og öruggari til framtíðar litið en fiskistofnarnir sem gætu verið farnir einn góðan veðurdagí framtíðinni.

 

DEILA