Mikill hallarekstur í Vesturbyggð

Bæjarsjóður Vesturbyggðar  hefur verið rekinn með miklum halla í ár og á síðasta ári. Nemur áætluðum uppsöfnuðum halla 178 milljónum króna, 101 milljón króna á árinu 2018 og 77 milljónum króna á þessu ári.

Hvorugt árið duga rekstrartekjur fyrir rekstrargjöldum og  er hallinn 40 milljónir króna á árinu 2018 og 17 milljónir króna a þessu ári. er því ekkert eftir af tekjum til greiðslu upp í fjármagnsgjöld.

Bæjarsjóður er einnig mjög skuldsettur. Skuldir og skuldbindingar í lok árs 2018 voru 1432 milljónir króna og eru áætlaðar verða 1525 milljónir króna í lok þessa árs. Samkvæmt þriggja ára áærlun verða skuldirnar í lok árs 2023 orðnar 1683 milljónir króna. Séu bæjarsjóður og stofnanir bæjarins teknar saman þá nema skuldir samtals 2082 milljónir króna í lok ársins.

Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2020 er ætlunin að snúa við rekstri bæjarsjóðs Vesturbyggðar þannig að afgangur frá rekstri verði 15 milljónir króna í stað 77 milljóna króna halla. Er þetta rúmlega 90 milljón króna viðsnúningur. Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætluninni fyrir 2020 munu 60 milljónir króna nást með fækkun stöðugilda og öðrum hagræðingaraðgerðum.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!