Mannabreytingar í sveitarstjórnum og nefndum

Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps.

Ingólfur Árni Haraldsson, hreppsnefndarmaður í Kaldrananeshreppi og varaoddviti hefur fengið ótímabundið leyfi frá störfum  frá og með komandi áramótum af persónulegum ástæðum. Í hans stað kemur Halldór Logi Friðgeirsson inn í sveitarstjórnina.

Karl Kristjánsson hefur fengið tímabundið leyfi frá sveitarstjórnarstörfum í Reykhólahreppi frá 1. nóv. 2019 til 1. júní 2020.

Þá hafa orðið breytingar á skipan nefnda í Ísafjarðarbæ.

Í skipulags- og mannvirkjanefnd verður  Daníel Jakobsson  aðalmaður í stað Sigurðar Mar Óskarssonar og Þóra Marý Arnórsdóttir verður formaður nefndarinnar í stað Sigurðar (D listi).

Í Velferðarnefnd verður Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður í stað Gunnhildar Bjarkar Elíasdóttur ( Í listi).

Í Strandabyggð hefur Börkur Vilhjálmsson tekið sæti í fræðslunefnd.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur kosið Tryggvi Harðarson, Emblu Dögg B. Jóhannsdóttur og Árný Huld Haraldsdóttur í stjórn Reykhóla hses og  Ágústu Ýr Sveinsdóttur til vara.

Ekki fullmannað í Strandabyggð

Þá vekur það athygli að aðeins hafa verið fjórir hreppsnefndarmenn á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar bæði í desember og nóvember, en fimm sitja í fullskipaðri sveitarstjórn. Í fyrra voru óhlutbundnar kosningar í Strandabyggð og voru kosnir fimm aðalmenn og fimm varamenn í persónukosningu. Vegna brottflutnings og leyfa eru aðeins fimm af þessum tíu tiltækir.

DEILA