Lilja Rafney spyr um Vesturlínu um Dýrafjarðargöng

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm. hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Vesturlínu og Dýrafjarðargöng.

Spyr Lilja Rafney:  Verður Vesturlína lögð um Dýrafjarðargöng? Ef svo er, hvenær verður línan tekin í notkun og hvað ræður tímasetningunni á því?

 

Óskað er skriflegra svara og er við það miðað að ráðherra svari eigi síðar en tveimur vikum eftir að fyrirspurn er lögð fram.

 

Fram hefur komið að rafstrengurinn verður lagður um Dýrafjarðargöng á næsta ári, en Landsnet hefur ekki viljað gefa neitt út um það hvenær strengurinn verði spennusettur og flínam yfir fjöllin lögð af annað en að það verði innan fimm ára.

DEILA