Leik Vestra og Skallagríms frestað

Mótastjórn KKÍ hefur tekið ákvörðun um að fresta leik Vestra og Skallagríms sem fram átti að fara í kvöld kl. 19:15. Þetta er gert vegna slæmrar færðar, veðurs og veðurútlits næsta sólarhringinn. Unnið er að því að finna nýjan leiktíma og verður tilkynnt um hann eins fljótt og kostur er. Líklegt verður að teljast að nýr leiktími verði fundinn snemma á nýju ári.