Karfan : Vestri vann Selfoss 69:62

Karlalið Vestra vann lið UMF Selfoss í gærkvöldi 62:69 í 1. deildinni. Leikið var á Selfossi.

Jafnræði var með liðunum í hálfleik 34:34 en í seinni hálfleik náðu Vestramenn  þriggja stiga forystu í þriðja leikhluta og juku forskotið í fjórða um fjögur stig.

Marko Dmitrovic gerði 15 stig fyrir Vestra, Hilmir Hallgrímsson og Ingimar Aron Baldursson skorðuð 12 stig hvor og Nebojsa Knezevic gerði 11 stig.

Vestri er með 12 stig að loknum 10 leikjum og er í 4. sæti deildarinnar, sex stigum frá þriðja sætinu, en liðið á leik til góða.