Jólabókamarkaður í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri

Gamla Bókabúðin á Flateyri hefur verið partur af jólum Flateyringa og Vestfirðinga undanfarin 105 ár og það verður engin breyting á því í ár. Vestfirsku bækurnar verða í aðalhlutverki þessi jólin, þar sem Vestfirska forlagið verður með sinn jólamarkað í Gömlu Bókabúðinni á Flateyri næstu tvo laugardaga, þann 14. og 21. desember frá klukkan 12:00-16:00.

 

Allar nýjustu bækur forlagsins verða í boði auk þess sem eldri bækur forlagsins verða seldar að jólalegu verði, eða á aðeins 499kr og 999kr. Þá verður áfram hægt að kaupa fornbækur eftir vigt auk þess sem þær bækur sem Bókabúðin hefur gefið út verða til sölu, en þar má helst nefna endurútgáfu af bókinni Aldarfar og örnefni í Önundarfirði, sem hefur verið ófáanleg í hálfa öld.

 

Því er tilvalið að kíkja við í Gömlu Bókabúðina á Flateyri fyrir þessi jólin til að ná sér í ósvikna gamaldags jólastemmingu ásamt því að gera kjarakaup á nýjum og gömlum vestirskum bókum.