Jóla-Prjónahittingur

Kaffihúsið Heimabyggð Aðalstræti 22 á Ísafirði er með Jóla-Prjónahitting eða Christmas knitting night á föstudagskvöld kl. 20:00

Það er kvöld til að hittast og reyna að klára jólagjafirnar sem þú ætlaðir að prjóna (eða hekla).
Þeir sem mæta í jólafatnaði fá fyrsta bjórinn á 500 kr eða fyrsta gosdrykkinn fríann.

Eins og áður eru byrjendur sem og lengra komnir hvattir til að kíkja við og læra að prjóna, kenna einhverjum að prjóna eða bara monta sig af prjónaskap sínum. Svo má líka mæta og hekla.

Prjónum, spjöllum og njótum.