Ísafjörður: skíðasvæðið opnað í dag

Hlynur Kristinsson forstöðumaður skíðasvæðisins segir að byrjendabrekkan  í Tungudal í verði opnuð dag og einnig Skíðagöngusvæðið á Seljalandsdal. hann segir að „unnið er að því að koma næstu lyftu í gang vonandi fyrir laugardag í næstu viku,  en svæðið lítur mjög vel út þarf smá meiri snjó í bakka í efsta hluta svæðis en troðarar eru nú að reyna riðja snjó eins og þeir geta í auð svæði.“

Veðrið er stillt og kalt þannig það er ekkert að vandbúnaði fyrir fjölskyldur annað en að taka skíðinn upp og þurka rykið af og mæta kl 15:00.

það er mikil vinna eftir í Tungudal segir Hlynur  og er unnið að því á fullu að gera svæðið klárt en það tekur einhverja daga og helst meiri snjókomu, troðarar eru að vinna í Sandfell að ryðja snjó þar sem vantar og þar er einnig verið að hengja á boxinn/stangir fyrir lyftuna þannig hún komur vonandi fljótlega inn.

„En þar sem við erum fáliðaðir og ekki klárir með afgreiðslu mun vera frítt inn yfir helgi en strax á þriðjudag verður hægt að kaupa dagspassa og vetrarkort.“

DEILA