Ísafjörður: framkvæmt fyrir 1 milljarð króna

Frá ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á næsta ári verður framkvæmt fyrir nærri einn milljarð króna í Ísafjarðarbæ samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir 2020. Áætlunin var samþykkt með5  atkvæðum meirihlutaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en 4 fulltrúar Í listans sátu hjá.

Sveitarfélagið mun greiða 600 milljónir króna af framkvæmdakostnaði en 196 milljónir króna fást með sölu íbúða og 197 milljónir króna koma frá ríkinu sem mótframlag þess í ýmsum framkvæmdum.

Stærsta framkvæmdin á næsta ári verður boltahúsið á Torfnesi. Til þess verður  varið 280 milljónum króna.  Til framkvæmda við Sundabakka verður varið 100 milljónum króna. Viðbygging leikskólans á Eyrarskjóli kostar 95 milljónir króna á næsta ári, til leiguíbúða við Sindragötu 4a er varið 80 milljónum króna. Til kaupa á 2 slökkvibílum er ráðstafað 70 milljónum króna. Til framkvæmda í Tungötu á Suðureyri  fara 65 milljónir króna, svo og  skipulag tjarnar og aðkomu í bæinn.

DEILA