Hvað ertu að Paella? Spænsk matarveisla

Nemendur við Lýðskóla Flateyrar bjóða til Paellu veislu föstudaginn 6. desember, í tilefni þess að þau eru að læra um viðburðastjórn þessar vikurnar.
Boðið verður upp á spænskan mat og drykk, góða stemmingu og almenna skemmtun á Vagninum. Gott fólk og yndis samneyti. Hvar ert þú að Paella að vera föstudaginn 6. des?

Skemmtanastjórar munu kynna til leiks frumsamin tónlistaratriði, við munum læra staðreyndir um Spán og margt fleira óvænt mun gerast.

Endilega tryggið ykkur sæti með því að senda Vagninum facebook skilaboð eða hringja eða senda skilaboð í síma 6916993.