Handbolti: Hörður vann sinn fyrsta leik

Hörður vann sinn fyrsta sigur á leiktímabilinu þegar liðið mætti ÍR U í gær á Ísafirði. liðin leika í 2. deild karla. Að sögn Skúla Norðfjörð varð leikurinn æsispennandi. Heimamenn fóru með langþráðan sigur af hólmi 37-35 eftir að hafa verið undir í hálfleik 20-22.

Harðarmenn átti harma að hefna því í byrjun nóvember töpuðu þeir einmitt gegn ÍR U 31 – 37 í Austurbergi. Með ÍR U leikur Bolvíkingurinn Ólafur Tryggvi Guðmundsson.

Markahæstur heimamanna var Tadeo Ulises Salduna með 11 mörk og Aleksa Stefanovic gerði 8 mörk. Þjálfari er Carlos Martin Santos og Bragi Rúnar Axelsson er liðsstjóri.

DEILA