FRUMSAMIÐ TUNGUMÁLATÖFRALAG

Frumsamið barnalag verður til á hverju ári á sumarnámskeið sem haldið er á Ísafirði sem nefnist Tungumálatöfrar. Nú er myndband með laginu Ég er vinur þinn komið í loftið.  Á námskeiðinu koma saman 5-11 ára gömul börn af ólíkum uppruna og örva íslenskugetu sína. Tónlist og myndlist er mikið nota og kennararir Jónigunnar Biering og Dagný Arnalds hafa samið tvö lög í tengslum við námskeiðið. Ég er vinur þinn er annað þeirra og börnin leggja sitt af mörkum í textagerðinni þar sem setningin “ég er vinur þinn” er endurtekin á öllum tungumálunum sem börnin á námskeiðnu tala.

 

Námskeiðið hóf göngu sína árið 2017 og verður því haldið í fjórða skipti dagana 3. – 8. ágúst 2020 og eru skráningar hafnar hér.  Vinsældir námskeiðsins hafa aukist ár frá ári og 2019 komust færri að en vildu.

Verkefnið er rekið félagasamtökum á Ísafirði í samstarfi við Edinborgarhúsið og framkvæmt með stuðningi frá Ísafjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, Barnamenningarsjóði, VerkVest, FossVest, HG, Íslandssögu og Klofningi, Landsbankanum, Pennanum-Eymundson og Nettó.

 

Frekari upplýsingar: Vaida Bražiūnaitė í síma 770 5503 eða Anna Hildur Hildibrandsdóttir í síma 8667555

 

Myndband:

https://www.youtube.com/watch?v=5tmk09lAD1g

 

Skráningablað:

https://tinyurl.com/un7md9e

DEILA