Flateyri og byggðakvótinn: Kynningarfundur á Gunnukaffi í dag 20.12.2019 kl 17:00.

Fiskvinnslan Íslandssaga hf, Klofningur ehf, Vestfiskur ehf og Aurora Seafood ehf bjóða til kynningarfundar með íbúum Flateyrar um samning þessara aðila við Byggðastofnun um nýtingu á 400 þíg kvóta Flateyrar.

Aðilar munu kynna umsóknina sem lögð var fram til Byggðastofnunar 16 ágúst 2019.

Það eru þeir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf og Vestfisks ehf og Guðni A. Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings ehf. sem boða til fundarins fyrir hönd þeirra aðila sem standa að umsókninni.