Fiskeldi verður mikilvægast 2040 í sjávarvöruframleiðslu

Frá fundium í gær. Daði Már Kristófersson og Frank Asche. Mynd: aðsend.

Frank Asche, prófessor í hagfræði við University of Florida hélt fyrirlestur í gær í Háskóla Íslands og fjallaði um þær miklu breytingar sem orðið hafa á fiskmörkuðum á undanförnum áratugum.

Í máli hans kom fram að stöðnun á framboði á villtum fiski og miklar framfarir í eldistækni hafa leitt til stöðugt vaxandi hlutdeildar fiskeldis á mörkuðum. Hin mikla stjórn á framleiðslu sem einkennir fiskeldi hefur jafnframt leitt til mikilla breytinga á virðiskeðjum fisks og markaðssetningu fiskafurða. Fiskeldi hefur þegar náð ráðandi markaðsstöðu á neytendamarkaði. Náttúrulegar takmarkanir framleiðslu á villtum fiski þýða að vöxtur í framboði mun í framtíðinni nær einungis koma frá fiskeldi.

Það var skýr niðurstaða prófessors Frank Asche að eldið muni verða árið 2040 mikilvægasta í framleiðslu á sjávarvörum. Hefðbundnar fiskveiðar (á villtum fiski) muni ekki  geta skilað meira framboði af sjávarafurðum og því muni aukningin koma einkum frá fiskeldinu.

Fundarstjóri var Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands.

DEILA